Myndarlegir sitkagrenibolir úr Haukadalsskógi bera uppi þjónustuhúsið sem nú rís í Laugarvatnsskógi.
Myndarlegir sitkagrenibolir úr Haukadalsskógi bera uppi þjónustuhúsið sem nú rís í Laugarvatnsskógi.

Uppsetning burðarvirkis í Laugarvatnsskógi í fullum gangi

Áhugavert er að fylgjast með fram­kvæmd­um við nýtt þjónustuhús í Laugarvatns­skógi. Meðfylgjandi myndir segja meira en mörg orð en eins og við sjáum á mynd­unum er grind hússins nú tekin að rísa. Meginviðir byggingarinnar eru úr sitkagreni og til þeirra var viðað í Haukadalsskógi. Framvinda verksins fer nokkuð eftir því hvernig tíðarfarið verður næstu vikur og mánuði.

Myndir teknar 4. september 2016
Myndir teknar 14. september 2016

Texti: Pétur Halldórsson
Myndir: Hreinn Óskarsson