Upplagt er að nýta tækifærið þegar skógur er grisjaður og tína köngla af greinunum sem liggja eftir …
Upplagt er að nýta tækifærið þegar skógur er grisjaður og tína köngla af greinunum sem liggja eftir í skóginum. Hér sést ofan í könglasekk eftir frætínslu í Daníelslundi í Borgarfirði. Mynd: Hrafn Óskarsson.

Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur nám­skeið um frætínslu, meðhöndlun fræja og sáningu laugardaginn 1. október í húsa­kynnum félagsins að Elliðavatni í Heið­mörk.

Aðalsteinn Sigurgeirsson, skógerfða­fræð­ingur og fagmálastjóri Skógræktarinnar, leiðbeinir þar um hvernig fólk skuli bera sig að við að safna fræjum af trjám, um hreins­un og aðra meðhöndlun fræja af mismun­andi trjátegundum, hvernig þau skuli geymd og og loks hvernig standa skal að sáningu þegar þar að kemur. Farið verður út í skóg þar sem tíndir verða könglar og fræ.

Námskeiðið hefst klukkan tíu laugardaginn 1. október og lýkur um kl. 14.30. Það kostar 5000 krónur og innifalið er kaffi, bakkelsi og súpa. Síðasti formlegi skráningardagur er 26. september.

Nánari upplýsingar og skráning: Else Møller í síma 867-0527, netfang else.akur@gmail.com.


Dagskrá námskeiðsins:

- Kl. 10.00 Kynning
- Kl. 10.15 Frætínsla – aðferð, tegundir, meðhöndlun, geymsla og sáning (Fræ og könglar). Erindi dr Aðalsteinn Sigurgeirsson
- Kl. 11.30 Kaffi og spjall
                Frætínsla – við förum út og tínum köngla og fræ
- Kl. 12.45 Súpa dagsins
- Kl. 13.00 Hvað er gert með fræin? Farið verður yfir fræmeðhöndlun frá A til Ö
- Kl. 14.30 Umræður og lokaorð