„Mikill hiti getur borist frá kamínu og víða í Evrópu notar fólk kamínuna sem helstu leiðina til að kynda hjá sér húsin, en á íslenskum heimilum með hitaveitukyndingu og góða einangrun getur orðið allt of heitt þegar byrjar að loga í kamínunni, ef hún er af rangri stærð eða gerð.“ Þetta segir Jón Eldon Logason sem gefur góð ráð um arna og kamínur í spjalli við Morgunblaðið.
Skógræktarfélag Garðabæjar býður á mánudagskvöld til myndasýningar frá ferð Skógræktarfélags Íslands um Alberta og Bresku-Kólumbíu í Kanada í september 2017. 
Óvíða hefur tekist jafnvel til við umhverfisbætur en í Þórsmörk segir Hreinn Óskarsson, sviðstjóri hjá Skógræktinni, í frétt sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Þar er fjallað um sjálfboðastarf við stígagerð og landbætur sem unnið er árlega í Þórsmörk og á nágrannasvæðum. Komið hefur verið upp merkjakerfi sem eykur öryggi ferðafólks ef óhöpp verða og flýtir fyrir björgun.
Fræöflun og trjákynbætur verða meginviðfangsefni Fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður í Hofi á Akureyri 11.-12. apríl 2018. Fyrri dagurinn verður þemadagur í samvinnu við Nordgen.
Skógræktarfélag Borgarfjarðar boðar til ljósagöngu um skógarstíga í Reykholti á laugardag, 28. október, kl. 18. Gangan hefst við Höskuldargerði. Sr. Geir Waage og Óskar Guðmundsson í Véum gera tilraun til að bregða birtu yfir óljós atriði í myrkviðum skógarins. Takið með ykkur ljósfæri.