Könglar á evrópulerki í Fræhúsinu á Vöglum.
Könglar á evrópulerki í Fræhúsinu á Vöglum.

Fræöflun og trjákynbætur

Fræöflun og trjákynbætur verða megin­viðfangsefni Fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður í Hofi á Akureyri 11.-12. apríl 2018.

Yfirskrift ráðstefnunnar verður „Fræöflun og trjákynbætur“. Fyrri dagurinn verður þema­dagur í samvinnu við Nordgen og þá fara fyrirlestrar fram á ensku. Gert er ráð fyrir að í fyrirlestrum verði m.a. fjallað um fræsöfn­un, úrvinnslu og prófun á fræi en einnig mismunandi leiðir og áherslur við erfða­varðveislu og kynbætur. Þá verður fjallað um stofnun og umhirðu frægarða og fleira. Í skoðunarferð verða trjákynbætur Skóg­ræktarinnar á Vöglum í Fnjóskadal kynntar og fræframleiðslan þar skoðuð.

Síðari daginn verða blandaðir fyrirlestrar um ýmis málefni skógræktar.

Texti og mynd: Pétur Halldórsson