Fjórföldun aðgerðahraða í landgræðslu og fjölbreyttri skógrækt myndi leiða til þess að árið 2030 yrði búið að græða upp eða þekja skógi alls 485.000 hektara lands. Það myndi skila nettóbindingu í jarðvegi og gróðri um allt að ríflega 1.300 þúsund tonn CO2 árlega. Þetta er lagt til í samantekt framkvæmdastjóra Orkuseturs sem unnin var fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra
Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Skógræktarfélag Hafnarfjarðar bjóða til skógargöngu í kvöld, þriðjudaginn 24. október, kl. 19.30.
Mynd af Jóni Ásgeiri Jónssyni, skógfræðingi hjá Skógræktarfélagi Íslands, birtist á baksíðu sunnudagsblaðs bandaríska stórblaðsins The New York Times í gær, 22. október. Í blaðinu er rætt við Jón Ásgeir um hvernig forfeður okkar eyddu nær öllum skógi á Íslandi og hve hægt gengur að endurheimta skóglendi á landinu.
Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Jólin nálgast þótt veðurfarið bendi ekki til þess. Úti dimmir þó dag frá degi og hátíð ljóssins kemur fyrr en varir. Þá setjum við upp lifandi íslenskt jólatré og skreytum það með ljósum og glingri. Óðurinn til gervijólatrésins vekur okkur til umhugsunar.
Í sjötta skiptið á sjö árum voru þau Hlynur Gauti Sigurðsson og Sherry Curl leiðbeinendur á námskeiði í ungskógarumhirðu sem fram fór á Héraði um helgina. Farið var yfir fræðilegan og fjárhagslegan ávinning skógarumhirðu fyrri daginn og verklega þætti seinni daginn.