Góð umhirða ungskógar er góð fjárfesting

Námskeið um umhirðu í ungskógi verður haldið á Egilsstöðum föstudaginn 20. október og laugardaginn 21. ef næg þátttaka fæst. Með góðri umhirðu ungskógar er stuðlað að heilbrigði skógarins og hámarksvexti.

Á námskeiðinu verður farið yfir þau atriði sem fjallað er um í bæklingnum Umhirða í ungskógi sem gefinn var út árið 2011. Með því að snyrta ung tré, klippa tvítoppa og fjarlægja lélegustu trén snemma er fjárfest til framtíðar. Eftir stendur skógur sem líklegri er til að gefa hámarksarð í fyllingu tímans. Góð umhirða ungskógar er því góð fjárfesting.

Námskeiðið á Egilsstöðum verður bæði bóklegt og verklegt. Nánari upplýsingar gefur Sherry Curl, skógræktarráðgjafi á Austurlandi, í síma 470 2032 eða netfanginu sherry@skogur.is. Hún tekur einnig við skráningum.

Skráningafrestur rennur út föstudaginn 13. október kl. 14.