Haustblíðan hjálpar mjög til við vinnu í skógunum

Vel gengur að sækja torgtré í skógana í Skorradal og í Vaglaskógi eru komnar góðar birgðir af birki til eldiviðarvinnslu. Í öllum landshlutum hefur hagstætt haustið auðveldað mjög vinnu í skógunum. Ekkert hefur snjóað enn á Vöglum og þar hafa danskir skógtækninemar í starfsnámi fengið dýrmæta reynslu í grisjun bæði birki- og furuskógar.

Ágúst Ingi Jónsson, blaðamaður Morgunblaðsins, ræddi við skógarverðina Valdimar Reynisson í Skorradal og Rúnar Ísleifsson á Vöglum um verkefnin þessa dagana. Úr því varð frétt sem birtist á baksíðu laugardagsblaðs Morgunblaðsins. Hún er á þessa leið:

Grisj­un og und­ir­bún­ing­ur jóla eru meðal haust­verk­anna í skóg­um lands­ins og ein­muna tíð hef­ur auðveldað störf­in. Í Skorra­dal hafa menn fellt stór greni­tré und­an­farið sem munu skreyta torg sveit­ar­fé­laga, stofn­ana og stórra fyr­ir­tækja á aðvent­unni. Í Vagla­skógi hef­ur áhersl­an verið lögð á að grisja birki og barr­skóg, en viður­inn verður að stór­um hluta notaður til að kynda pizza­ofna víða um land.

Valdi­mar Reyn­is­son, skóg­ar­vörður á Vest­ur­landi, áætl­ar að innst í Skorra­dal verði í haust felld hátt í 50 torg­tré, mest sitka­greni. Þau séu gjarn­an um tíu metra há og kost­ar hvert tré um eða yfir 200 þúsund krón­ur komið á áfangastað. Síðasti skila­dag­ur til kaup­enda er um viku fyr­ir fyrsta sunnu­dag í aðventu og er miðað við 24. nóv­em­ber.

Í tómu tjóni vegna rign­inga

„Það get­ur verið bras að finna þessi tré í skóg­in­um þar sem þau voru ekki ræktuð sér­stak­lega með þessa notk­un í huga,“ seg­ir Valdi­mar. „Svo þarf að safna þeim sam­an og koma á aðgengi­leg­an stað fyr­ir flutn­inga­bíla. Síðustu vik­ur og fram und­ir þetta hef­ur tíðin væg­ast sagt verið frá­bær og ólíku sam­an að jafna við síðasta haust þegar við vor­um í tómu tjóni vegna rign­inga. Núna hef­ur verið hlýtt og hægviðri dög­um sam­an og ekk­ert frost, en í miklu frosti geta nál­ar og grein­ar brotnað.“

Rún­ar Ísleifs­son, skóg­ar­vörður á Norður­landi, seg­ir að snjó hafi ekki fest í Vagla­skógi í allt haust, en Fnjóska­dal­ur geti verið snjóak­ista. Aðeins hafi verið frost í 1-2 daga að degi til og aðeins næt­ur­frost stöku sinn­um. Þetta sé mjög óvenju­legt, en veðrið hafi þó verið svipað í fyrra­haust. Framund­an hjá starfs­fólk­inu í skóg­rækt­ar­stöðinni að Vögl­um er jóla­trjáa­taka.