Skógarreiti með blönduðum tegundum má skipuleggja og rækta með margvísleg samfélagsleg, efnahagsleg og umhverfisleg markmið í huga. Slíkir skógar geta veitt mikilvæga vistkerfisþjónustu, stuðlað að verndun náttúruskóga og um leið bundið umtalsverðan hluta af því kolefni sem mannkynið losar út í andrúmsloftið með athöfnum sínum. En þeir veita líka möguleika á ræktun verðmætra afurða og aukinni heildarframleiðslu skógarreita.
Forest Education Changing to Reflect Times PDF for download
Mestu skiptir að höggva rauðgrenið rétt fyrir jól og meðhöndla það rétt svo það haldi barrinu vel heima í stofu. Þetta segir Anna Guðmundsdóttir í Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit sem telur að auka megi vinsældir rauðgrenis á ný hjá kaupendum jólatrjáa. Í haust voru haldnir skógardagar í Reykhúsum þar sem fólk gat komið og valið sér jólatré sem felld verða rétt fyrir jól og borin út til kaupendanna.
Leggja ætti megináherslu á líforku og endurnýjanleg hráefni til að ná megi markmiðum Parísarsamkomulagsins fyrir árið 2030. Þetta er meðal skilaboða í yfirlýsingu sem alþjóðlega lífhagkerfissambandið WBA sendi frá sér á loftslagsráðstefnunni sem nú stendur yfir í Marrakess í Marokkó.
Tífalt fleiri fuglar þrífast á uppgræddu mólendi en á óuppgræddu landi. Í landi sem grætt hefur verið upp með alaskalúpínu er hlutfallið tuttugufalt. Landgræðsla eykur lífjölbreytileika dýrategunda og stækkar búsvæði fuglategunda sem fer hnignandi í heiminum. Þetta kemur fram í nýrri grein sem birt er í rafræna tímaritinu Icelandic Agricultural Sciences.