Náttúrufar í norðvestanverðu Rússlandi, skógarnir þar og mannlífið, er viðfangsefni dr Páls Sigurðssonar, skógfræðings hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, í fræðsluerindi sem hann flytur á Hvanneyri mánudaginn 28. nóvember kl. 16.
Bakteríur sem einangraðar hafa verið úr aspartrjám hafa sýnt hæfileika til að tillífa nitur. Þessar bakteríur hafa verið fluttar í aðrar plöntutegundir, þar á meðal degli, þar sem þær hafa sýnt sömu virkni. Ekki er útilokað að slíkar bakteríur geti gert öspum á Íslandi ýmislegt gagn, til dæmis aukið vöxt þeirra og þurrkþol.
Skálamelur ofan Húsavíkur hefur breytt um ásýnd. Þar sem áður var örsnautt land er nú gróskumikill víðiteigur með reyniviði sem líklega hefur borist með skógarþröstum. Í lúpínunni hefur trjágróðurinn vaxið og dafnað og mikil breyting orðið á aldarfjórðungi.
Námskeið í húsgagnagerð var haldið um helgina á Snæfoksstöðum í Grímsnesi á vegum Lbhí og Skógræktarinnar. Þar lærðu þátttakendur að nota efni sem til fellur við grisjun skógarins til að smíða húsgögn og ýmsa nytjahluti. Tuttugu námskeið af þessum toga hafa verið haldin vítt og breitt um landið og um 300 manns sótt þau.
„Með þekkingu ræktum við skóg“ er yfirskrift Fagráðstefnu skógræktar 2017, sem jafnframt verður 50 ára afmælisráðstefna Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá. Ráðstefnan verður haldin í Hörpu í Reykjavík dagana 23.-24. mars 2017.