Mótmæli tveggja ellefu ára stúlkna urðu til þess að tryggja framtíð skóglendis í Grafarholti í Reykjavík. Trjálundurinn Sæmundarsel við Reynisvatn verður nú felldur út sem mögulegt byggingarland og fær því væntanlega að þjóna íbúnum, meðal annars sem útikennslustofa skólabarna.
Fjórða starfsári sjálfboðaliðasamtakanna Þórsmörk Trail Volunteers er nú lokið. Árangur starfsins á liðnu sumri var mjög góður. Vinnuframlag sjálfboðaliðanna nemur um 250 vinnuvikum. Skráning sjálfboðaliða fyrir næsta ár hefst 15. desember.
Hreinn Óskarsson flytur þriðjudagskvöldið 8. nóvember erindi í sal Garðyrkjufélags Íslands um áhrif eldgosa og ösku á gróðurfar. Hann lýsir því hvernig birki lifir öskufall af og lýsir aðferðum við skóggræðslu á örfoka landi í grennd við Heklu.
Fólk sem starfar að kynningarmálum hjá skógrannsóknarstofnunum á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hittist nýlega á fundi í Uppsölum í Svíþjóð. Markmið fundarins var að deila reynslunni af því að koma rannsóknarverkefnum á framfæri við ólíka hópa...
Norrræna ráðherranefndin hefur um langt árabil leitast við að stuðla að góðum samskiptum stofnana og starfsmanna  milli Norðurlandanna og veitir árlega styrki til svokallaðar skiptidvalar. Kominn er út bæklingur um norræn starfsmannaskipti.