Í þverfaglega Cost-verkefninu CLIMO er hugað að bættu lífsviðurværi fólks sem býr við og nýtir fjallaskóga, aukinni aðlögun og þoli fjallaskóga á tímum loftslagsbreytinga og hvernig fjallaskógar geta sem best mildað áhrif loftslagsbreytinganna.
Markmiðið með GenTree er að vinna fyrir skógargeirann í Evrópu með því að afla betri þekkingar, þróa nýjar aðferðir og tæki til að ná sem bestum árangri við stjórn skógarauðlindanna og sjálfbæra nýtingu erfðaauðlinda evrópsku skóganna. Þetta er gert í...
Nýtt efni sem stöðvar toppvöxt barrtrjáa gæti komið að góðum notum til að stýra vaxtarlagi og þéttleika jólatrjáa. Virka efnið eru hormón sem framleidd eru með hjálp sveppa og það er sagt skaðlaust í náttúrunni.
Viðræður eru hafnar milli Skógræktarinnar, Landgræðslu ríkisins, sveitarfélagsins Ölfuss og Skógræktarfélags Íslands um uppgræðslu í nágrenni Þorlákshafnar. Áhugi er á verkefninu ef til þess fæst fjármagn.
Vistfræðilegar aðferðir til að minnka náttúruvá eru viðfangsefni dr Virginiu Dale í fyrirlestri sem hún flytur miðvikudaginn 19. október í sal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Þar ræðir hún um þann lærdóm sem draga má af gosinu í eldfjallinu St. Helens 1980.