Átján hugmyndir bárust frá fimm þátttakendum í lokaðri samkeppni um nýtt merki Skógræktarinnar sem lauk 2. nóvember. Eftir yfirferð fagmanns og umfjöllun framkvæmdaráðs Skógræktarinnar var efnt til kosningar meðal starfsfólks um þau þrjú merki sem þóttu álitlegust. Merkið sem hlaut flest atkvæði hannaði Halldór Björn Halldórsson, doktorsnemi í grafískri hönnun við LTU-háskólann í Luleå í Svíþjóð.
Möguleikar kunna að vera til skógræktar á nokkrum svæðum í Þingeyjarsýslum þar sem Landgræðslan hefur unnið að uppgræðslu. Samstarf Skógræktarinnar og Landgræðslunnar er að aukast mjög og skógræktarstjóri segir að eitt meginmarkmiða skógræktar á landgræðslusvæðum verði að binda koltvísýring.
Einstök tíðin í haust og byrjun vetrar hefur nýst vel til ýmissa verka á skógarbýlinu Silfrastöðum í Akrahreppi. Þar hefur meðal annars verið unnið að slóðagerð í skóginum sem nauðsynleg er til að grisja megi skóginn á næstu árum og til frekari timburnytja í fyllingu tímans. Rætt er við Hrefnu Jóhannesdóttur, skógfræðing og skógarbónda, á baksíðu Morgunblaðsins í dag.
Í nýjustu heimsskýrsla FAO um skóga, Global Forest Resources Assessments report, sem kom út í fyrra, segir meðal annars að í ræktuðum skógum sé að verða til timburauðlind sem muni hafa mikið að segja um viðar- og...
Fólki sem starfað hefur við skógrækt en ekki menntað sig í greininni býðst nú raunfærnimat hjá Austurbrú sem stytt getur námstíma þess í skógræktarnámi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Matið styrkir starfsmanninn í starfi og getur leitt til starfsþróunar.