Tveir stuttir fyrirlestrar um rannsóknir á sjálfsáningu trjátegunda verða haldnir á Rannsóknastöð Skógræktarinnar á Mógilsá þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10.
Aðalsteinn Sigurgeirsson, fagmálastjóri Skógræktarinnar, lýsir því með skilmerkilegum hætti í nýju myndbandi hvernig safna má fræi af stafafuru og sá því með svepprótasmiti í ógróið land. Árangurinn af slíkum sáningum er mjög góður og trén verða jafnvel betri og rótfastari en þegar gróðursettar eru bakkaplöntur.
Íslensku stjórnmálaflokkarnir virðast vera hlynntir aukinni skógrækt og líta á hana sem vænlega leið til að vinna gegn loftslagsbreytingum og til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Allir helstu stjórnmálaflokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn svöruðu tíu spurningum Skógræktarinnar um skógræktarmál sem bornar voru upp við flokkana 17. október.
Sýnikennsla í gerð kransa með efniviði úr íslenskri náttúru og íslenskum skógum verður haldin hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk laugardaginn 5. nóvember.
Samningur um Þorláksskóga undirritaður í dag. Að honum standai Sveitarfélagið Ölfus, Landgræðsla ríkisins og Skógræktin. Markmiðið er að græða upp land á Hafnarsandi og rækta þar skóga til að verjast náttúruvá, vernda byggð og til fjölbreyttra nytja. Stefnt er að því að fjármögnun verkefnisins og samningagerð verði lokið 1. júní á næsta ári.