Haust-, jóla-, köngla-, greni- og greinakransar

Sýnikennsla í gerð kransa með efniviði úr íslenskri náttúru og íslenskum skógum verður haldin hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk laugardaginn 5. nóvember kl. 10-15.30. Kennt verður að búa til haust-, jóla-, köngla-, greni- og greinakransar.

Þátttakendur fá tækifæri til að binda sína eigin kransa og útvegar Skógræktarfélagið greinar af furu, birki og víði til kransagerðarinnar. Fólk má gjarnan taka með náttúrlegt skreytingarefni, t.d. greinar, köngla, mosa, hálmkransa og þess háttar.

Ef vel viðrar og tími gefst verður farin stutt gönguferð til efnisleitar í skóginum. Gott að taka með sér vinnuhanska, greinaklippur, skæri, vírklippur, og körfu. Hægt verður að kaupa hálmkransa og annað skreytingarefni á staðnum.

Kristján Ingi Jónsson blómaskreytir leiðbeinir á námskeiðinu sem kostar 7.500 krónur og innifalin er súpa í hádeginu, kaffi og meðlæti. Nánari upplýsingar gefur Else Møller í síma 867-0527, netfang else.akur@gmail.com, eða Sævar Hreiðarsson hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í síma 893-2655, netfang saevar@heidmork.is