Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður í janúar námskeið í trjáfellingu og grisjun með keðjusög. Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem vilja bæta fellingartækni sína eða vilja öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga.
Á nýrri vefsjá yfir götutré New York borgar í Bandaríkjunum má nú skoða hvert einasta tré sem borgaryfirvöld hafa umsjón með við götur og torg. Í ljós kemur að þjónusta eins trés getur verið metin á mörg hundruð dollara á hverju ári.
Baráttuhópurinn París 1,5 sem berst fyrir því að Íslendingar standi við skuldbindingar sínar vegna Parísarsamkomulagsins skorar á þá stjórnmálaflokka sem mynda munu nýja ríkisstjórn að hafa loftslagsmálin að leiðarljósi. Skógrækt er meðal þeirra mótvægisaðgerða sem hópurinn mælir með.
Í Vallanesi á Héraði er að verða tilbúið fyrsta húsið sem vitað er til að sé reist eingöngu úr íslensku timbri. Í húsið eru aðallega notaðar aspir sem uxu í Vallanesi en einnig lerki og greni. Sami efniviðurinn er notaður í innréttingar og húsgögn.
Ráðstefna um endurnýtingu fosfórs í landbúnaði,  Malmö 27.-28. okt. 2016 Fyrst, aðeins um fosfór: Fosfór er lífsnauðsynlegt næringarefni fyrir allar lífverur. Án fosfórs, ekkert DNA, ekkert líf. Fosfór er því einstakt næringarefni. Það er nóg...