Smíði þjónustuhúss í Laugarvatnsskógi miðar vel. Bálskýlið, sem er stærsti hluti byggingarinnar, er nú risið og þessar vikurnar er unnið að smíði húss yfir snyrtingar.
Á bænum Rauðsgili í Reykholtsdal framleiðir Hraundís Guðmundsdóttir skógfræðingur ilmolíur úr íslenskum trjám. Með olíunum er til dæmis hægt að flytja skógarilminn með sér heim í stofu.
Jólamarkaðir eru haldnir víða um landið á aðventunni og Skógræktin tekur þátt í slíkum viðburðum á nokkrum stöðum. Á laugardag verður Jólakötturinn haldinn að venju í Barra á Valgerðarstöðum í Fellum. Árlegur jólamarkaður í Vaglaskógi um síðustu helgi var vel sóttur.
Á hverju ári standa margir Íslendingar frammi fyrir þeirri spurningu hvort kaupa eigi lifandi jólatré í stofuna eða láta slag standa og fá sér margnota tré sem enst geti árum saman. Hlýtur það ekki að vera betra fyrir budduna og jafnvel umhverfið líka, jafnvel þótt gervitréð sé úr plasti og framleitt hinum megin á hnettinum? Ekki er það alveg víst.
Í stuttu myndband frá FAO er athygli heimsbyggðarinnar vakin á eyðingu skóga á þurrlendissvæðum jarðarinnar og eyðimerkurmyndun sem henni fylgir. Þessari þróun þarf að snúa við og það er einn liðurinn í því að tryggja framtíð lífs á jörðinni.