Í aðsendri grein eftir Svein Runólfsson og Andrés Arnalds í Morgunblaðinu 28. september er spurt hvort ekki sé löngu tímabært að hætta notkun stafafuru hér á landi. Svarið er nei. Hvorki stafafura né aðrar trjátegundir eru ágengar hér á landi.
Ýmis merkileg skógræktarverkefni hafa litið dagsins ljós í gegnum tíðina. Margt hugsjónafólk hefur látið til sín taka í stórhuga áætlunum með oftar en ekki prýðilegum árangri. Sum verkefni hafa þó fallið í það er virðist gleymskunnar dá. Dæmi um slíkt verkefni voru Rokkskógar Íslands. Þá sameinuðust popparar landsins til að safna fé til skógræktar og landgræðslu. Rokkskógar á Íslandi hafa þó látið bíða eftir sér.
Félag skógareigenda á Suðurlandi (FsS) boðar í samstarfi við Skógræktina til opinna funda um skóg- og skjólbeltarækt dagana 4. og 5. október.