Landbúnaðarháskóli Íslands er eini háskóli landsins sem býður upp á nám í skógfræði. Fléttað er saman námsgreinum á sviði náttúruvísinda, skógfræði, landgræðslu, tæknifræði, stjórnunar og hagfræði og einnig er farið inn á svið landupplýsinga og landslagsfræða.
Bókin Heilbrigði trjágróðurs eftir Guðmund Halldórsson og Halldór Sverrisson er nú komin út í breyttri mynd. Fyrri útgáfan hefur lengi verið ófáanleg en nú hafa margir skaðvaldar bæst við í íslenskri náttúru. Bókin er fengur fyrir áhugafólk og atvinnufólk í skógrækt og garðyrkju en getur líka nýst vel við kennslu.
Monique Barbut, framkvæmdastýra eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, heldur fyrirlestur í dag, mánudaginn 2. júní, kl. 12.15 í sal Þjóðminjasafnsins í Reykjavík. Þar færir hún rök fyrir því að landgræðslumál og betri stjórn landnýtingar á heimsvísu geti hjálpað til við aðlögun að loftslagsbreytingum og þurrkum, dregið úr fólksflótta og átökum vegna rýrnandi náttúruauðlinda og tryggt sjálfbæra landbúnaðar- og orkuframleiðslu.