Skógardagurinn mikli var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri í 10. sinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi um helgina. 
Skógar veita margvísleg félagsleg og efnahagsleg gæði. Þeir gefa mat, orku og skjól, til dæmis, nokkuð sem við þurfum öll. Til þess að skógarnir geti áfram veitt okkur þessi gæði þurfum við að nýta þá með sjálfbærum hætti. Þetta eru skilaboð FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ í alþjóðlegri viku skóga.
Arnór Snorrason, skógfræðingur hjá Rannsóknarstöð skógræktar á Mógilsá segir að hægt sé að ná verulegum hluta af nýjum markmiðum í loftslagsmálum með skógrækt. Mun minna er ræktað af trjám nú en fyrir hrun og því þurfi að snúa við. Rætt var við Arnór í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í dag, sunnudag.
Sigurður Bogi Sævarsson, blaðamaður Morgunblaðsins, heimsótti skógarbændurna Jóhannes Jóhannsson og Þóru Jóhannesdóttur á Silfrastöðum í Skagafirði og ræddi við þau um það stórvirki sem þau hafa unnið í skógrækt á jörð sinni. Fjöldi skógarplantna sem þau hafa sett niður nálgast 1,1 milljón.
Í nýju samkomulagi sem samninganefndir Íslands og ESB hafa undirritað eru sett fram sameiginleg markmið í loftslagsmálum sem hluti af Kýótó-bókuninni. Samkvæmt þeim þarf Ísland að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 31% fyrir 2020 að stóriðju frátalinni. Helmingi þessa markmiðs á að ná með skógrækt og landgræðslu.