Hvernig er hægt að auka gæði moldarinnar og hvernig kemur safnhaugagerð og endurnýting næringarefna þar við sögu? Um þetta fjallar Úlfur Óskarsson, skógfræðingur og lektor, á námskeiði Endurmenntunar LbhÍ sem fram fer á laugardag á Reykjum í Ölfusi.
Á alþjóðlegum degi skóga 21. mars 2022 er í brennidepli hlutverk skóga í þeirri viðleitni að tryggja sjálfbæra framleiðslu og neyslu í framtíðinni. Skógræktin hefur gefið út myndband í tilefni dagsins.
Sameyki, stéttarfélag í almannaþjónustu, hefur birt niðurstöður úr könnun sinni á starfsumhverfi fólks í opinberri þjónustu hjá ríki, sveitarfélögum og sjálfseignarstofnunum árið 2021. Í flokki meðalstórra stofnana með 40-89 starfsmenn lenti Skógræktin í fimmta sæti og telst þar með vera fyrirmyndarstofnun. Þetta er í annað sinn sem Skógræktin fær sæmdarheitið fyrirmyndarstofnun en stofnunin hefur allt frá sameiningu 2016 alltaf verið meðal 10 efstu í sínum flokki.
Á rafrænum fundi sem haldinn verður á alþjóðlegum degi skóga 21. mars verður rætt um hlutverk skóga í þeirri viðleitni að tryggja sjálfbæra framleiðslu og neyslu í framtíðinni. Öllum er frjálst að fylgjast með fundinum sem hefst kl. 11 að íslenskum tíma og stendur til kl. 14.
Alþjóðlegur sérfræðingafundur um skóga, The Global Forest Summit, verður haldinn í Brussel 24. mars. Þetta er í annað sinn sem fundurinn er haldinn og meðal frummælenda eru John Kerry, sérstakur erindreki Bandaríkjanna um loftslagsmál, og Karl Bretaprins.