Á alþjóðlegum degi skóga 21. mars 2022 er í brennidepli hlutverk skóga í þeirri viðleitni að tryggja sjálfbæra framleiðslu og neyslu í framtíðinni.

Sífellt fleiri hráefni og framleiðsluvörur eiga nú uppruna sinn í trjánum og skóginum. Jafnvel nýjar aðferðir og búnaður í meðhöndlun sára, framleiðslu lyfja, þróun lækninga og læknistóla ellegar geimför úr viði eru dæmi um hvað skógurinn getur gefið okkur af líklegasta og ólíklegasta toga. En forsendan er sjálfbærni í skógrækt og skógarnytjum. Meiri og hraustari skóg í dag en í gær. Þetta er minnt á í myndbandi Skógræktarinnar í tilefni dagsins. 

Um vinnslu myndbandsins sá  Kvikland fyrir Skógræktina

Til hamingju með alþjóðlegan dag skóga!

Texti: Pétur Halldórsson