Borð voru flett úr lerki á Hallormsstað. Slíkt telst yfirleitt ekki í frásögur færandi nema að í þetta skipti var umrætt lerki ekki nema 22 ára gamalt frá gróðursetningu. Lerkiblendingurinn 'Hrymur' hefur nú í fyrsta sinn gefið nothæfan smíðavið.
Skráning er hafin á fagráðstefnu skógræktar sem haldin verður á Hótel Geysi í Haukadal 29.-30. mars undir yfirskriftinni Skógrækt 2030 – Græn ábyrg framtíð. Erindi og umræður um þema ráðstefnunnar fara fram fyrri daginn en þann seinni verða flutt fjölbreytt erindi og sýnd veggspjöld um skógrækt, skógarnytjar, nýjustu rannsóknir og margt fleira.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári eru þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2021. Kuðungurinn verður afhentur i tengslum við dag umhverfisins.
Skógræktarráðgjafa vantar nú til starfa á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi. Þessar þrjár stöður eru nú auglýstar lausar til umsóknar á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til 15. mars.