Yfirlitskort sem sýnir núverandi skógræktarsvæði og möguleg skógræktarsvæði.
Yfirlitskort sem sýnir núverandi skógræktarsvæði og möguleg skógræktarsvæði.

Skógræktarstefna Reykjavíkurborgar

Í nýrri skýrslu sem kallast Borgarskógrækt - skógrækt í Reykjavík er lagður grundvöllur að stefnu borgarinnar í skógræktarmálum. Skýrslan er samantekt starfshóps á vegum Skógræktarfélags Reykjavíkur fyrir greinargerð með aðalskipulagi borgarinnar 2010-2030.

Í skýrslunni er umfjöllun um borgarskóga og lýsingar á núverandi og mögulegum skógræktarsvæðum í þéttbýli og við útmörk Reykjavíkur. Gerð var landfræðileg greining á mögulegum skógræktarsvæðum (sjá kort) í umdæmi borgarinnar og fjallað um þau fyrir hvern borgarhluta. Flatarmál núverandi skógræktarsvæða er 3.600 ha eða 13% af flatarmáli Reykjavíkur, en flatarmál mögulegra skógræktarsvæða er 6.100 ha eða 22% af flatarmáli borgarinnar. Alls eru því núverandi og möguleg skógræktarsvæði 9.700 ha eða 35% af flatarmáli Reykjavíkurborgar. Í skýrslunni er fjallað um skógrækt í umdæmi Reykjavíkur, hvað skógarnir gera fyrir íbúana og um ýmis svæði í borgarlandinu þar sem möguleikar eru á land- og mannbótum með skógrækt. Samkvæmt skýrslunni eru stærstu mögulegu skógræktarsvæðin í Esjuhlíðum og Úlfarsfelli, en stærstu núverandi skógræktarsvæðin eru í Heiðmörk og á Hólmsheiði. Þessi skýrsla markar tímamót því ekki hefur áður verið unnin jafnítarleg greinargerð fyrir skógrækt með aðalskipulagi.

Skýrsluna má sjá í heild með því að smella hér


Úr Heiðmörk


Texti og kort: Björn Traustason

Mynd: Gústaf Jarl Viðarsson