Aðgerðarsinnar í Noregi berjast gegn því að sitkagreni sé ræktað í norskum skógum en skógarbændur segjast fá tuttugu prósentum meiri verðmæti af sitkagreni en fæst með norskum tegundum. Sitkagrenið bindur líka meira kolefni og stenst stórviðri vel við strendur Noregs. Sjá frétt frá NRK.
Íslenskt skógræktarfólk sem var á ferð í Klettafjöllunum í haust lenti í kunnuglegu veðri, slydduéljum eins og einmitt eru algeng á norðlenskum heiðum á haustin. Gróður- og dýralíf var þó öllu fjölskrúðugra. Þröstur Eysteinsson heldur áfram að segja frá Ameríkuferð.
Í haust var smíðuð og sett upp aðstaða fyrir ferðamenn við Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. Allt ytra byrði hússins er gert úr íslenskum trjáviði, sitkagreni sem gróðursett var um 1950 á Tumastöðum í Fljótshlíð. Framboð á íslenskum trjáviði á eftir að aukast mjög á næstu árum og áratugum, segir skógarvörðurinn á Suðurlandi.
Komin er í loftið ný vefsjá yfir skóglendi á Íslandi. Þar má sjá útbreiðslu bæði ræktaðra skóga og náttúrulegs birkilendis.
Skógrækt ríkisins auglýsir laust til umsóknar starf skógarvarðar á Norðurlandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Umsóknarfrestur er til 15. desember 2013.