Slydduél í skógi í Klettafjöllum
Slydduél í skógi í Klettafjöllum
#Vesturameríkuskógar2013 

Skógræktarfólk á ferð í Klettafjöllum

Í lok september 2013, þegar hópur íslensks skógræktarfólks ók yfir Rogers Pass í jöklaþjóðgarðinum og síðan þegar komið var að Moraine Lake og Lake Louise í Banff-þjóðgarðinum í Klettafjöllum Alberta mætti hópnum afar kunnuglegt veður. Hiti var rétt ofan frostmarks, nýr snjór var í fjöllum og hann gekk á með lítilsháttar slydduéljum. Nákvæmlega eins og á norðlenskum heiðum á þessum árstíma.

Skógarbotn í Klettafjöllum, beinvaxin, há tréMunurinn var sá að þarna var land allt meira eða minna skógi vaxið. Íturvaxnir blágreni- og fjallaþinsskógar klæddu allar neðanverðar fjallshlíðar.

Ræmur þar sem greinilega féllu tíð snjóflóð voru vaxnar sitkaelrikjarri.

Sums staðar ofan við greni- og þinskógana var fjallalerki áberandi í sínum skærgulu haustlitum.

Vegur í barrskógi í Klettafjöllum, hvítt fjall í baksýnÍ dalbotnum voru stafafuruskógar með einkennilega sokkóttri nöturösp í bland, báðar tegundirnar svo beinvaxnar og krónumjóar að unun var á að horfa fyrir skógfræðing.

Séð til Klettafjalla úr barrskógi og fjöllin grá af snjóVíðiflákar og balsamaspir klæddu land með fram ám og lækjum.

Í skógunum voru elgir og úlfar, grábirnir og gaupur og urmull af litlum röndóttum jarðíkornum. Hvað Ísland væri miklu krúttlegra ef hér væru jarðíkornar.

Banff-þjóðgarðurinn er stórkostlegur en jafnframt var svolítið undarlegt að koma á stað sem var alveg eins og Ísland en þó allt, allt öðruvísi. Veðurfar beggja staðanna er nægilega svipað að flestar þær plöntu- og dýrategundir sem þar finnast gætu þrifist hér. Reyndar hafa allar þær trjátegundir sem mynda skógana í Klettafjöllum Kanada verði prófaðar hérlendis og eru sumar þeirra mikið notaðar í íslenskri skógrækt.

Í Banff sér maður möguleikana.

Texti og myndir: Þröstur Eysteinsson
Kvikmyndataka: Hlynur Gauti Sigurðsson
Samsetning: Kolbrún Guðmundsdóttir
Frétt uppfærð 26. október 2021

Fjallavatn í forgrunni, hrikalegt fjall í Klettafjöllum í baksýn, grátt af haustsnjó