Deilt er um tilverurétt tegundarinnar í norskri náttúru

Jafnvel þótt sitkagrenið sé að margra mati alls ekki fallegasta grenitegundin gefur hún af sér fallegan og góðan við, líka hér á Íslandi eins og sjá má í frétt hér á síðunni um ferðamannahús í Fjaðrárgljúfri í Skaftárhreppi. Hér er athyglisvert fréttamyndband frá norska ríkisútvarpinu NRK um nytjar af sitkagreni í norskum skógum, nánar tiltekið á Finnøy á Rogalandi í Suðvestur-Noregi. Þetta gefur e.t.v. hugmynd um það sem koma skal á Íslandi. Nema kannski að hér komi líka upp andstaða við að nota þessa innfluttu tegund sem einhver gæti kannski kallað ágenga eins og umhverfisverndarsinnar gera í Noregi. Þar sækir sitkagrenið víða fram og sumum þykir það ekki eiga tilverurétt í norskri náttúru. Tegundin er kölluð pøbelgran“ á norsku sem þýðir eiginlega grenihyski. Sitkagreni bindur hins vegar mikið kolefni, býr til góðan og verðmætan við sem er léttur og sterkur. Það gefur af sér um tuttugu prósentum meiri verðmæti en norskar grenitegundir, að sögn skógræktarmanns á Rogalandi sem rætt er við í fréttinni, og þolir líka vel stórviðrin við vesturströnd Noregs eins og fram kemur í fréttinni. Skógræktarfólk vill því frekar kalla tegundina loftslagsgreni“.

Horfa á fréttina

En hvernig tengist sitkagreni flugvél Lindberghs sem flaug fyrstur yfir Atlantshafið án þess að lenda á leiðinni?

Mynd: Steph Doyle (USAF Retired) - Wikimedia Commons