Komin er í loftið ný vefsjá yfir skóglendi á Íslandi. Þar má sjá útbreiðslu bæði ræktaðra skóga og náttúrulegs birkilendis.

Ræktuðum skógum er skipt í tvo flokka; eldri skóga og yngri skóga. Eldri skógar eru ávallt yfir 2 m á hæð og eldri en 15 ára gamlir, en yngri skógar eru yfirleitt undir 2 m á hæð og yngri en 15 ára. Náttúrulegu birkilendi er skipt í tvo flokka; birkiskógar sem eru yfir 2 m á hæð og birkikjarr sem er lægra en 2 m á hæð. Skóglendið er flokkað eftir sveitarfélögum, þegar er t.d. smellt á fláka fyrir birkikjarr innan sveitarfélags kemur upp flatarmál kjarrlendisins innan alls sveitarfélagsins. Það sama gildir fyrir hina skóglendisflokkana. Vefsjáin og landupplýsingagögnin eru í umsjón Rannsóknastöðvar skógræktar á Mógilsá. Vefsjáin er byggð á ESRI hugbúnaði og eru myndgögnin lagskiptar gervitunglamyndir með mismunandi upplausn eftir mælikvarða.

Ath! Dálitla stund getur tekið að hlaða vefsjánni inn í fyrsta sinn.


Texti: Björn Traustason, landfræðingur
Mynd: Esther Ösp Gunnarsdóttir