Nú eru skordýrin að vakna til lífsins eins og aðrar lífverur í íslenskri náttúru, meðal annars birkikemban sem er nýlegur skaðvaldur á íslenskum trjám. Tegundin er að breiðast út um landið en ólíklegt er að hún hafi veruleg áhrif á íslenska birkið önnur en sjónræn.
Aðalfundur Vina Þórsmerkur verður haldinn mánudagskvöldið 5. maí kl. 20 í Pálsstofu í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Auk venjulegra aðalfundarstarfa flytur Guðmundur V. Guðmundsson verkfræðingur erindi um göngubrú á Markarfljót.
Skógarmál eru lítilvæg í stjórnmálaumræðunni í Evrópu miðað við landbúnaðarmálin, jafnvel þótt skógar og skógarnytjar hafi veruleg áhrif á bæði umhverfi og efnahagslíf. Koma þarf skýrum og einföldum skilaboðum um skógarmál á framfæri. Þetta var meðal annars rætt á fundi evrópsks samstarfsvettvangs um kynningarmál á sviði skógarmála sem haldinn var í Berlín.
Fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins fjallaði um gildi útináms og fjölbreyttra kennsluhátta fyrir fjölbreytta nemendur á starfsdegi leik og grunnskólans á Hólmavík. Í haust verður sett upp fræðsludagskrá í grenndarskógi Hólmvíkinga.