Niðurskurður til landbótaverkefnisins Hekluskóga hefur verið dreginn til baka að hluta með þriggja milljóna króna viðbótarframlagi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. „Þetta er uppbót“, segir Hreinn Óskarsson, framkvæmdastjóri Hekluskóga. Viðbótarféð renni óskipt til ræktunarstarfsins. Nú eru gerðar tilraunir með að köggla birkifræ með mold og kjötmjöli.
Í Morgunblaðinu í dag, 12. maí, er fjallað um vefjaræktun berjaplantna í garðyrkjustöðinni Barra á Egilsstöðum. Fram kemur í greininni að í sumar komi á markað frá Barra vefjaræktaðar jarðarberjaplöntur og runnabláber. Fyrirtækið hefur fengið styrk til að þróa vefjaræktunaræti til að nota við jólatrjáaræktun.
Með uppvaxandi skógum gefast ný tækifæri sem grípa má til að styrkja atvinnu- og mannlíf í byggðum landsins. Skógrækt ríkisins barst bréf frá Kanada með skemmtilegri hugmynd. Hvernig væri að bjóða ferðafólki skógaferð um Ísland með fræðslu og jafnvel gróðursetningu?
Í dag var fellt 110 ára gamalt lerkitré í garðinum við Aðalstræti 52 á Akureyri en einnig um hálfrar aldar sitkagreni. Viðurinn úr báðum trjánum verður nýttur til smíða.
Þessa dagana aka flutningabílar með grisjunarvið úr skógum landsins að Grundartanga í Hvalfirði þar sem viðurinn er kurlaður og nýttur sem kolefnisgjafi við kísilmálmvinnslu hjá Elkem. Alls verða afhentir um 1.400 rúmmetrar af grisjunarviði nú í maímánuði upp í samning Skógræktar ríkisins við Elkem. Inni í þessari tölu er stærsta viðarsendingin af Norðurlandi hingað til.