Stök mæling á tveimur fimmtán ára gömlum lerkireitum á Höfða á Völlum Fljótsdalshéraði sýna að blendingsyrkið Hrymur vex nærri fjórum sinnum betur en lerki af fræi úr Guttormslundi á Hallormsstað. Ekki má þó álykta um of af einni mælingu en hún er samt sem áður góð vísbending.
Stafafura, pinus contorta, getur verið nokkuð ólík eftir því hvar hún er upprunnin. Í ferðalagi sínu um vesturströnd Norður-Ameríku haustið 2013 sá skógræktarfólk af Austurlandi stafafuru sem er mun kræklóttari en Skagway-kvæmið sem mest er ræktað á Íslandi.
Stafafura, pinus contorta, getur verið nokkuð ólík eftir því hvar hún er upprunnin. Í ferðalagi sínu um vesturströnd Norður-Ameríku sá skógræktarfólk af Austurlandi stafafuru sem er mun kræklóttari en Skagway-kvæmið sem mest er ræktað á Íslandi.
Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, sagði frá uppbyggingarstarfi í Þórsmörk í þættinum Sjónmáli á Rás 1 þriðjudagsmorguninn 6. maí. Rætt var um samtökin Vini Þórsmerkur, stígagerð í Mörkinni og fyrirhugaða göngubrú yfir Markarfljót.
Nemendur í skógfræði á meistarastigi við sænska landbúnaðarháskólann SLU í Alnarp læra um kynningar- og markaðsmál í námi sínu og hafa meðal annars tekið fyrir evrópsku skógarvikuna og spurt sig hvernig hana megi kynna betur. Þau gerðu m.a. skemmtilegt myndband til að sýna hvað þau telja rétt að leggja áherslu á.