Vonandi tilbúin fyrir sumarið 2015

Þórsmörk er ein vinsælasta náttúruparadís landsins og þangað leggja leið sína tugir þúsunda landsmanna ár hvert, auk erlendu ferðamannanna. Í fyrra var bent á að göngustígar á svæðinu bæru þess skýr merki og væru í slæmu ástandi.Síðan þá hafa sjálfboðaliðar verið að störfum og er ástandið nú betra.

Þetta sagði Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, í viðtali í þættinum Sjónmáli á Rás 1 þriðjudaginn 6. maí. Hann ræddi líka um samtökin Vini Þórsmerkur sem héldu aðalfund sinn á mánudagskvöld og göngubrú sem fyrirhugað er að reisa yfir Markarfljót. Hann vonast til að hönnun brúarinnar ljúki í haust og brúin verði tilbúin fyrir sumarið 2015.

Vefsíða Vina Þórsmerkur