Rætt við Brynhildi Bjarnadóttur skógvistfræðing í Sjónmáli á Rás 1

Brynhildur Bjarnadóttir, doktor í skógvistfræði og lektor við Háskólann á Akureyri, sagði frá rannsóknarverkefninu Mýrvið í spjalli við Leif Hauksson í þættinum Sjónmáli á Rás 1.

Í spjallinu var meðal rætt um hversu mikivægt norðlæga barrskógabeltið sé í kolefnisbúskap jarðarinnar. Ísland tilheyrir þessu belti þótt hér séu enn sem komið er ekki miklir barrskógar. Í þessum norðlægu barrskógum er niðurbrot fremur hægt en skógarnir vaxa vel. Þar með binst mun meira kolefni en það sem losnar. Þess vegna segir Brynhildur að mikilvægt sé að kanna vel þessi ferli losunar og bindingar í vistkerfum hérlendis. Fáar rannsóknir hafi verið gerðar á Íslandi enn sem komið er en Mýrviður bætir þar úr. Fjallað var nánar um verkefnið í frétt hér á síðunni í síðustu viku og hana má lesa með því að smella hér.

Smellið hér til að hlusta á viðtalið við Brynhildi í Sjónmáli.