(mynd: Oddur Sigurðsson)
(mynd: Oddur Sigurðsson)

Rætt við Eddu S. Oddsdóttur í þættinum Grúskað í garðinum á Rás 1

Viðmælandi sjöunda þáttarins í röðinni Grúskað í garðinum á Rás 1 31. maí er Edda Sigurdís Oddsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá. Umfjöllunarefni þessa þáttar eru meindýr og sjúkdómar í plöntum. Fjallað er um helstu meindýr og sjúkdóma sem gera usla í gróðri í görðum og annarri ræktun, lífsferla þessara lífvera og hvaða aðgerða er hægt að grípa til til að tryggja þrif ræktunarplantnanna. Hollráð ráðagóða garðyrkjumannsins eru á sínum stað.

Þátturinn var frumfluttur á Rás 1 kl. 9.05 laugardaginn 31. maí og endurfluttur 2. júní kl. 21.10. Eftir á má hlusta á vef Ríkisútvarpsins:

 Hlustið á þáttinn hér.