Hreinn Óskarsson, sviðstjóri samhæfingarsviðs Skógræktarinnar, segir að huga þörfi að mörgu við skipulagningu skógræktar. Nú sé unnið að fyrstu landsáætlun í skógrækt til næstu tíu ára. Þar verði fjallað um allt sem tengist skógrækt og áhrifum skóga.
Nýskógrækt eða ræktun skóga á skóglausu landi hefur lengi verið viðurkennd aðferð til að draga úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda með bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að gera Ísland kolefnishlutlaust árið 2040.
Youtube-stjarnan Mr Beast hefur ásamt fleiri „jútjúberum“ hrundið af stað átaksverkefninu Team Trees sem hyggst safna fyrir gróðursetningu 20 milljóna trjáplantna áður en árið er liðið. Fyrir hvern Bandaríkjadollara sem gefinn er í verkefnið er gróðursett eitt tré og á fyrstu tveimur sólarhringunum söfnuðust rúmar fimm milljónir dollara.
Skógarbóndi á Austurlandi segir ríkið ekki hafa staðið ið samninga sína við skógarbændur. Niðurskurður til skógræktarverkefna bitni nú á gæðum skóganna því ekki sé til fjármagn til að sinna grisjun sem orðin sé aðkallandi vegna fjárskorts. Í stað þess að gróðursetning upp í samninga við bændur taki tíu ár líti út fyrir að hún muni taka 40 ár. Bændablaðið fjallar um málið
Skrifað hefur verið undir samning milli Skógræktarinnar og BYKO um mat á bindingu skógræktar og náttúrulegra birkiskóga í landi fyrirtækisins að Drumboddsstöðum í Biskupstungum. Náttúrulega birkið hefur breiðst mikið út á rúmum 30 árum og flatarmál þess rúmlega þrefaldast. Meðalhæð birkisins hefur líka hækkað.