Skógræktin með á Loftslagsdeginum 4. maí
Stefnt er að því að kynna Skógarkolefnisreikni í nýjum búningi á Loftslagsdeginum sem fram fer í Hörpu í Reykjavík fjórða maí. Dagskrá Loftslagsdagsins er fjölbreytt og sérstakur gestur verður Daniel Montalvo, sérfræðingur í sjálfbærri auðlindanýtingu og iðnaði hjá Umhverfisstofnun Evrópu. Arnór Snorrason, deildarstjóri loftslagsdeildar hjá Skógræktinni, tekur þátt í umfjöllun og umræðum um losun Íslands 1990-2050.
24.04.2023