Trjáræktarklúbburinn heldur aðalfund sinn í húsakynnum Skógræktarinnar á Mógilsá miðvikudagskvöldið 5. júní kl. 20. Á fundinum flytur Brynjar Skúlason skógerfðafræðingur erindi um stöðu kynbótarannsókna í skógrækt á Íslandi.
Barkarbjöllur hafa herjað mjög á rauðgreni í austanverðri Evrópu undanfarin misseri og meðal annars leikið grenið hart víða í Tékklandi og Slóveníu til dæmis. Tíðari stormar, þurrkar og hitabylgjur hafa veikt mótstöðuafl greniskóganna en vonast er til að aukin blöndun trjátegunda í skógunum geri kleift að rækta rauðgreni áfram.
„Það er gott fyrir jörðina að planta trjám,“ sögðu nemendur í Grunnskólanum í Þorlákshöfn á föstudag þegar gróðursett var á Hafnarsandi í Ölfusi í tilefni af því að Yrkjusjóður, Skógræktin og Landgræðslan hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um aukna gróðursetningu grunnskólabarna og fræðslu fyrir þau um samspil kolefnisbindingar, landnotkunar og loftslagsmála.
Auðlindanýting telst ekki sjálfbær nema hún uppfyllir kröfur um hagræna, umhverfislega og félagslega þætti. Sjálfbærni fjallar um aðferðir við nýtingu auðlinda. Gróður- og jarðvegsauðlind Íslands hefur rýrnað svo mjög að hana þarf að endurheimta áður en hægt er að tala um sjálfbæra nýtingu hennar. Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri hefur ritað tvær greinar í Bændablaðið að undanförnu til að verja orð Árna Bragasonar landgræðslustjóra um ósjálfbæra landnýtingu sem birst hafa að undanförnu, meðal annars í Bændablaðinu
Námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög verður haldið á Egilsstöðum og Hallormsstað 6.-8. júní. Námskeiðið er öllum opið og skráningarfrestur er til 30. maí.