Samráðsfundir Skógræktarinnar og skógarbænda verða haldnir í öllum landshlutum seinni hluta júnímánaðar. Skógræktarstjóri og sviðstjóri skógarþjónustu hjá Skógræktinni taka þátt í skógargöngum með skógarbændum og þar gefst tækifæri til spurninga og samræðna.
Brynjar Gauti Snorrason ver í dag meistararitgerð sína í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann fjallar í verkefninu um bestun á aðferðum við flutning skógarplantna frá gróðrarstöðvum til bænda.
Ástæða er til að benda útlendingum á íslensku skógana til náttúruskoðunar og útivistar. Á göngu sinni um Heiðmörk heillaðist blaðakonan Hanna Jane Cohen af umhverfinu sem kveikti með henni fortíðarþrá til æskustöðvanna.
Skógarvinna er reglulegur þáttur í skólastarfi barnanna í Grunnskóla Drangsness. Skógarreitur skólans er á Klúku í Bjarnarfirði og þar fara þau vor og haust til að rækta meira, hlúa að því sem fyrir er, mæla trén, rannsaka annan gróður og njóta lífsins.
Námsfólk, 18 ára og eldra, getur nú sótt um tugi sumarstarfa hjá Skógræktinni um allt land. Í boði eru störf við skógrækt og skógarumhirðu, stígaviðhald á Þórsmörk, aðstoð við rannsóknir og fleira. Sótt er um á vef Vinnumálastofnunar.