Í drögum að nýrri umhverfisstefnu fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð er kveðið á um að binding CO2 úr andrúmsloftinu með skógrækt og endurheimt votlendis skuli aukin verulega í samráði við Landgræðsluna og Skógræktina. Sveitarfélagið skuli stefna að kolefnisjöfnun fyrir árið 2040.
Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, óskar eftir upplýsingum frá landsmönnum um ástand skóga landsins og trjánna sem þar vaxa. Allar upplýsingar um óværu á trjánum eru vel þegnar en einnig um skemmdir af völdum þurrka eða annarra áfalla.
Á ráðstefnu sem haldin verður að Reykjum Ölfusi 22. ágúst verður fjallað um öryggismál og eftirlit með trjáklifri, helstu sjúkdóma á trjám, líffræði trjáa og fagmenn sýna trjáklifur. Ráðstefnan er öllum opin endurgjaldslaust en nauðsynlegt er að skrá sig til þáttöku.
Íslandsmeistarakeppnin í skógarhöggi sem fram fór á Skógardeginum mikla 22. júní var geysispennandi en á endanum fór einn starfsmanna Skógræktarinnar með sigur af hólmi, Bjarki Sigurðsson, verkstjóri í starfstöð Skógræktarinnar á Hallormsstað.
Tiltækt er land á jörðinni til ræktunar skóga sem gætu bundið tvo þriðju af þeim koltvísýringi sem mannkynið hefur losað frá iðnbyltingu. Þessi skógrækt myndi ekki þrengja að þéttbýlis- og landbúnaðarsvæðum heimsins. Samanlagt er þetta tiltæka skógræktarland á stærð við Bandaríkin.