Á tímum kórónaveirunnar er fólk hvatt til útivistar ef aðstæður eru fyrir hendi. Því hefur Skógræktin á Hallormsstað rutt snjó í Trjásafninu á Hallormsstað til að fólk geti fengið sér göngutúr.
Nytjahlutir úr alaskavíði eru meðal þess sem nemendur í námskeiðinu Útikennsla og græn nytjahönnun hafa unnið á Menntavísindasviði HÍ nú á vorönninni. Þetta námskeið hefur nú verið haldið í hartnær tuttugu ár fyrir starfandi kennara og kennaranema. Vegna stöðugra vinsælda hefur það aldrei fallið út af listanum yfir valnámskeið sem í boði eru.
Skógræktin hvetur landsmenn til að leita huggunar gegn veirufárinu með því að knúsa tré. Reynið, og þið munuð finna!
Alþjóðlegur dagur skóga 21. mars 2020 er helgaður skógum og líffjölbreytni. Skógræktin hefur gefið út stutt myndband í tilefni dagsins og sömuleiðis hefur skógasvið FAO sent frá sér myndbönd og fleira efni til að minna á mikilvægi skóga fyrir líffjölbreytni.
Jón Hilmar Kristjánsson ver meistararitgerð sína í skógfræði við náttúru- og skógadeild Landbúnaðarháskóla Íslands föstudaginn 27. mars. Ritgerðin nefnist „Áhrif blöndunar trjátegunda og gróðursetningaraðferða á lifun og vöxt 15 ára skógar á Suðurlandi“. Tengjast má vörninni rafrænt og taka þátt í umræðum.