Gústaf Jarl Viðarsson ver meistararitgerð sína í skógfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands mánudaginn 4. september kl. 14. Rannsókn hans fjallar um kolefnisbindingu og vöxt mismunandi skógargerða í þremur skógum á Suðvesturlandi. Vörnin er öllum opin á staðnum og í beinu streymi.
Skógræktin tekur þátt í kynningu á íslensku timbri og timburvinnslu á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll sem hefst fimmtudaginn 31. ágúst. Básinn tilheyrir svæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og ásamt Skógræktinni standa að honum Bændasamtök Íslands, Trétækniráðgjöf slf. Landbúnaðarháskóli Íslands, Garðyrkjuskólinn - FSU, Skógræktarfélag Íslands og IÐAN fræðslusetur.
Viðarkyndistöð er komin upp á bænum Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Stöðin getur nýtt bæði viðarkurl úr skóginum í Vallanesi sem kurlað er á staðnum og viðarperlur frá Tandrabretti í Fjarðabyggð. Varminn verður nýttur til að hita upp húsin á bænum með hagkvæmari hætti en með rafmagni og jafnframt verður nú hætt að nota dísilolíu til kornþurrkunar. Stefnt er að því að viðarkyndingin hiti einnig upp gróðurhús á staðnum sem styður við ræktun og framleiðslu á búinu. 
Mógilsá, rannsóknasvið Skógræktarinnar, óskar að ráða til starfa sérfræðing í plöntusjúkdómum til að sinna rannsóknum og vöktun á plöntusjúkdómum, veita upplýsingar og ráðgjöf um slík efni og vinna að öðrum faglegum verkefnum. Umsóknarfrestur er til og með 22. september. Sótt er um á Starfatorgi.
Páll Sigurðsson, skógfræðingur og skipulagsfulltrúi Skógræktarinnar, kennir á fjögurra eininga áfanga í skógarvistfræði sem Garðyrkjuskólinn á Reykjum – FSU býður upp á í haust. Meginviðfangsefni áfangans er áhrif skóga á umhverfi sitt og áhrif umhverfisþátta á skóga.