Einar E. Sæmundsen landslagsarkitekt flytur fyrirlestur um Guðbjargargarð í Múlakoti laugardaginn 20. júlí kl. 15 í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð.
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2019-2023 er gert ráð fyrir verulegri aukningu á fjárframlögum ríkisins til framkvæmda vegna aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum. Sérfræðingur hjá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu segir í Bændablaðinu að í þessu felist tækifæri fyrir bændur til að auka skógrækt.
„Þetta mun örugglega bara versna hjá okkur,“ segir Brynja Hrafnkelsdóttir, meindýrasérfræðingur á Mógilsá, rannsóknasviði Skógræktarinnar. Nýjar tegundir skordýra séu smám saman að dreifast um landið og þetta megi tengja við hækkandi hita.
Hafin er ræktun skógarbeltis yfir þvera Afríku og í Pakistan er stefnt að ræktun tíu millljarða trjáplantna á allranæstu árum. Indverjar hyggjast rækta skóg á landsvæði sem nemur hátt í þriðjungi landsins fram til 2030. Þetta eru dæmi um stórtæk skógræktarverkefni sem nú fara fram í heiminum.
Danskir verknemar í starfsnámi hjá skógarverðinum á Hallormsstað hafa unnið að því að undanförnu að leggja göngustíg um lerkiskóginn ofan við Skriðuklaustur í Fljótsdal. Sæmileg aðsókn hefur verið að tjaldsvæðunum í Hallormsstaðaskógi og hefur vaxið eftir að hlýna tók í veðri í júlí.