Þær aðferðir sem notaðar eru við skógmælingar á Íslandi voru meðal þess sem sjá mátti á afmælisráðstefnu norsku skógarúttektarinnar sem fagnar aldarafmæli sínu á þessu ári. Norðmenn urðu fyrstir þjóða til þess að hefja reglubundnar mælingar á öllum skógum sínum árið 1919
Skógarbændur á Hjalla í Reykjadal Suður-Þingeyjarsýslu hafa dreifplantað sitkabastarði og alaskaösp í plöstuð beð og alið upp í næga hæð til að trén megi gróðursetja í mjög grasgefnu landi. Með réttum aðferðum má ná góðum árangri á slíkum svæðum.
Skógræktin lenti í fimmta sæti í flokki stórra stofanana á vegum ríkisins í mati Sameykis á stofnun ársins 2019 og hlýtur því sæmdartitilinn fyrirmyndarstofnun 2019. Stofnunin er framarlega í öllum atriðum sem metin voru nema einna helst í því sem snertir launakjör.
Innleiðing á stefnumótunaráætlun Sameinuðu þjóðanna um skóga fram til ársins 2030 var rædd á ársþingi alþjóðlega skógaráðsins UNFF sem nýlokið er í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Einnig var fjallað um samhengi heimsmarkmiða SÞ um skóga við sjálfbærnimarkmið samtakanna og um alþjóðlegt samstarfsnet um fjármögnun skógræktar sem ætlunin er að hafi höfuðstöðvar í Kína.
Sigríður Ævarsdóttir, skógarbóndi á Gufuá í Borgarfirði skrifar grein í Bændablaðið þar sem hún býður fólki að koma og gróðursetja í land sitt til að kolefnisjafna ferðalög sín, bílinn sinn eða einfaldlega setja niður tré til að sporna við loftslagsbreytingum.