2% landsins skógur
Vel heppnaðri fagráðstefnu skógræktar 2022 lauk á Hótel Geysi í gær, miðvikudag, og lýstu þátttakendur mikilli ánægju með viðburðinn. Fjölbreytt erindi voru flutt seinni dag ráðstefnunnar þar sem áhugaverðar niðurstöður komu fram, meðal annars að nú væri skógarþekja á Íslandi komin yfir 2%. Í lok ráðstefnunnar var tilkynnt að hún yrði næst haldin á Ísafirði í mars 2023.
31.03.2022