Eins og margt fólk veit er minnihluti þeirra jólatrjáa sem seld eru hér á landi fyrir jólin íslensk tré. Flest trjánna eru flutt til landsins frá útlöndum og vaxandi hluti þeirra hefur undanfarin ár verið gervitré komin alla leið frá Asíu. Ástæða innflutningsins er meðal annars sú að ekki eru ræktuð nægilega mörg tré á landinu. En hvernig á að meðhöndla lifandi jólatréð þegar heim í stofu er komið?
Forskráning er nú í gangi á stærsta viðburð innan skógvísinda í heiminum á næsta ári. Í dag eru 200 dagar þar til ráðstefnan hefst.
Álfsól Lind Benjamínsdóttir skógfræðingur hlaut nýverið hæstu einkunn á meistaraprófi í skógfræði frá NMBU, norska landbúnaðarháskólanum að Ási. Fyrir afrekið hlaut hún veglegan styrk frá samtökum norskra skógareigenda.
Nær allir starfsmenn Skógræktarinnar komu saman á starfsmannafundi sem fram fór á Hótel Hallormsstað 30. nóvember. Einungis fjórir starfsmenn af um sextíu áttu þess ekki kost að sitja fundinn. Þetta var síðasti starfsmannafundur stofnunarinnar undir þessu nafni en um áramót rennur hún ásamt Landgræðslunni inn í nýja stofnun, Land og skóg.
Tugir trésmíðanema hafa komið í vettvangsnám hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk undir merkjum verkefnisins Skógarnytja. Þetta samstarfsverkefni félagsins og Tækniskólans hefur nú sent frá sér myndband með ýmsum grunnfróðleik um skóga og skógrækt.