Brunavarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hefur útbúið veggspjald um aðkomu viðbragðsaðila að frístundabyggðum. Á síðasta ári komu einnig út leiðbeiningar um brunavarnir í frístundabyggð.
Aaron Zachary Shearer skógfræðingur hefur verið ráðinn til starfa sem skógræktarráðgjafi á Vesturlandi. Aaron hefur víðtæka reynslu af skóg- og trjárækt, bæði á skógræktarsvæðum og í þéttbýli og er að ljúka meistaragráðu í þéttbýlisskógrækt.
Fimm sjálfboðaliðar frá portúgölsku æskulýðssamtökunum Agora Aveiro unnu að skógræktarverkefnum hér á landi dagana 20. til 30. apríl í samstarfi við sjálfboðasamtökin SEEDS, Skógræktina og með stuðningi evrópsku áætlunarinnar Erasmus+.
Fyrsta árs nemar í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands sýna fimmtudaginn 11. maí ýmis verkefni sín sem tengjast birki á einn eða annan hátt á sýningu sem þau kalla „Birkiverk“. Sýningin verður í húsakynnum Skógræktarfélags Kópavogs í Guðmundarlundi.
Námskeið í trjáfellingum og grisjun með keðjusög verður haldið á Vöglum í Fnjóskadal 30. maí til 1. júní. Það er öllum opið og hentar bæði byrjendum og þeim sem hafa notað keðjusagir en vilja bæta fellingartækni sína eða öðlast meiri þekkingu á meðferð og umhirðu saga.