Forskráning er nú í gangi á stærsta viðburð innan skógvísinda í heiminum á næsta ári. Í dag eru 200 dagar þar til ráðstefnan hefst og nú styttist í að skráningargjaldið hækki þegar forskráningu lýkur. 

Yfir fimm þúsund fulltrúar frá meira en 110 löndum sitja ráðstefnuna sem fram fer dagana 23.-29. júní 2024 í Stokkhólmi. Fluttir verða um 3.500 fyrirlestrar og á dagskránni verða tvö hundruð vísindamálstofur. Fljótlega lýkur forskráningartímabili fyrir þátttöku á ráðstefnunni og eftir 15. janúar hækkar skráningargjaldið.

Nánari upplýsingar má finna á vef ráðstefnunnar.

Texti: Pétur Halldórsson