Skógræktin tekur þátt í kynningu á íslensku timbri og timburvinnslu á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll sem hefst fimmtudaginn 31. ágúst. Básinn tilheyrir svæði Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og ásamt Skógræktinni standa að honum Bændasamtök Íslands, Trétækniráðgjöf slf. Landbúnaðarháskóli Íslands, Garðyrkjuskólinn - FSU, Skógræktarfélag Íslands og IÐAN fræðslusetur.

Komdu og hittu okkur!

Staðsetning timburbássins á sýningunni.

 

Skógargeirinn verður með timburbás á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll. Það er því kjörið að kíkja í heimsókn, fræðast um íslenskt timbur og timburvinnslu, fá samband við aðila sem vinna úr íslensku timbri, frétta af því sem nýjast er í þróuninni, vottun á íslensku timbri, gæðastaðla á timbri og fleira.

Við verðum á bás B30. Líttu í heimsókn og sjáðu hvað er að gerast í íslenskum timburiðnaði. Við erum æst í að spjalla við þig um íslenskt timbur og hvað gera má úr því. Verið öll velkomin!

 

 

Slagorð timburbássins og aðstandendur hans