Skjámynd af skog.is
Skjámynd af skog.is

Skógræktarfélag Íslands og norsku skógræktarsamtökin Det norske Skogselskap gáfu nýverið út veglega bók um skiptiferðir skógræktarfólks milli landanna tveggja.

Íslenskur titill bókarinnar er Frændur fagna skógi. Fjallað er um skógartengd samskipti Íslands og Noregs, sérstaklega svokallaðar skiptiferðir þegar hópar frá Noregi og Íslandi dvöldu hvorir í landi hinna þar sem þeir unnu um nokkurra vikna skeið sjálfboðavinnu að skógrækt og ýmsum skógartengdum verkefnum.

Eins og fram kemur í tilkynningu á vef Skógræktarfélags Íslands er bókin nokkuð óvenjuleg að því leyti til að hún er bæði á íslensku og norsku. Höfundur er Óskar Guðmundsson en Per Roald Landrø þýddi yfir á norsku.

Áhugasömum er bent á að Óskar Guðmundsson verður með kynningu á bókinni í Snorrastofu í Reykholti þriðjudaginn 19. september kl. 20, sjá Frændur fagna skógi – Snorrastofa.

Nánari upplýsingar um bókina og kaup á henni má finna á vef Skógræktarfélags Íslands.

Frétt: Pétur Halldórsson