Úr stóra gróðurhúsinu hjá Sólskógum í Kjarnaskógi
Úr stóra gróðurhúsinu hjá Sólskógum í Kjarnaskógi

Fræðslufyrirlestur í Gömlu-Gróðrarstöðinni á Akureyri

Fyrsti fræðslufyrirlestur ársins Gömlu-Gróðrarstöðinni við Krókeyri á Akureyri verður haldinn föstudaginn 30. janúar kl. 10. í salnum á rishæð hússins. 

Katrín Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri Sólskóga, fjallar þá um framleiðslu skógarplantna og veltir upp ýmsum áskorunum í uppeldi plantnanna en spáir líka í framtíðina, hvert stefna skuli í þessum efnum.

Að erindinu loknu verður opið fyrir umræður og að sjálfsögðu verður kaffi á könnunni.

Texti: Pétur Halldórsson