Í borginni Lappeenranta í Finnlandi hefur verið gangsett fyrsta verksmiðjan í heiminum sem framleiðir díselolíu úr trjáviði. Við framleiðsluna er notað endurnýjanlegt hráefni sem fellur til sem aukaafurð við pappírsframleiðslu. Vél sem gengur fyrir lífdíselolíu sem þessari losar um 80% minna af gróðurhúsalofti en vél sem gengur á hefðbundinni díselolíu.
Hvarvetna sem litið er á skóga jarðarkringlunnar má merkja breytingar sem rekja má til áhrifa frá umsvifum okkar mannanna. Viðnámsþróttur skóga við slíkum breytingum er þó ekki nægilega vel þekktur. Í nýju sérriti tímaritsins Journal of Ecology er sagt frá nokkrum nýjum rannsóknum sem ætlað er að varpa einhverju ljósi á þetta.
Skogsindustrierna, samtök skógariðnaðarins í Svíþjóð, hafa tekið höndum saman með rannsóknarstofnuninni Innventia og gert myndband þar sem kynnt er hvernig útlit er fyrir að trjáviður verði nýttur á komandi árum til framleiðslu á líklegustu og ólíklegustu vörum en líka hvernig slík nýting þokar okkur nær lífhagkerfi framtíðarinnar.
Sunnlenskir skógar eru margir hverjir orðnir að verðmætri auðlind sem skapar störf við grisjun og viðarvinnslu, bindur kolefni, verndar jarðveg og miðlar vatni, myndar vistkerfi fyrir nýjar fuglategundir og skapar skjól. Þetta skrifar Hreinn Óskarsson, skógarvörður á Suðurlandi, í grein sem birtist fyrir jól í Dagskránni, fréttablaði Suðurlands.
Ný rannsókn sem unnin var undir forystu bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA bendir til þess að regnskógar hitabeltisins bindi mun meiri koltvísýring en margir vísindamenn hafa talið fram að þessu. Skógarnir bregðist þannig við auknu magni koltvísýrings í andrúmsloftinu.