Í Evrópu vex fjórðungur allra skóga á jörðinni eða 25%. Þetta er merkilegt og undirstrikar þýðingu evrópskra skóga fyrir allan heiminn en sýnir okkur líka að skógarmálefnunum þarf að skipa ofarlega á forgangslista stjórnmálanna og þeim alheimsvandamálum sem tengjast skógum, málefnum sem snerta loftslagsbreytingar og sjálfbæra þróun. Og nú er rétti tíminn til athafna eins og segir í nýrri frétt á vef Forest Europe.
Annar fyrirlesturinn á vormisseri í röð Félags fornleifafræðinga og námsbrautar í fornleifafræði við HÍ verður fluttur miðvikudaginn 28. janúar kl. 12.05 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands. Þar ralar Dawn Elise Mooney, nýdoktor við Háskóla Íslands, um nýtingu skógviðar á landnámsöld og miðöldum á Íslandi.
Óskar Grönholm Einarsson er fyrsti Íslendingurinn sem lýkur námi í skógarvélafræðum. Óskar er nú kominn til starfa hjá Kristjáni Má Magnússyni skógarverktaka og vinnur þessa dagana að rjóðurfellingu stafafurureits í Haukadal. Hann segir veturinn góðan tíma til vélavinnu í skógi.
Í undirbúningi er ráðstefna í marsmánuði þar sem rætt verður um nýtingu lífræns úrgangs til uppgræðslu og annarrar ræktunar. Í undirbúningshópnum sitja fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtaka, fyrirtækja í úrgangsiðnaði, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Ýmsir möguleikar eru til nýtingar lífræns úrgangs í ræktun, ekki síst  í skógrækt og skóggræðslu.
Út er komin á vegum Skógræktar ríkisins og Skipulagsstofnun endurskoðuð útgáfa bæklingsins Skógrækt í skipulagi sveitarfélaga. Nýja útgáfan tekur mið af þeim breytingum sem átt hafa sér stað vegna breytinga á lögum og reglugerðum sem snerta umhverfis- og skipulagsmál skógræktar.