Bæjarskógrækt á Akureyri

Þriðji fræðslufundur vetrarins um skóga og skógrækt verður haldinn í Gömlu-Gróðrarstöðinni föstudaginn 31. janúar 2014 kl.10.00. Þar talar Hallgrímur Indriðason skógfræðingur um trjá- og skógrækt  á Akureyri frá fyrri tíð til okkar daga. Fyrirlesturinn verður studdur myndum.

Boðið verður upp á kaffi og ástarpunga (m. rúsínum). Gott væri að vita um þátttöku með dags fyrirvara svo sendið Hallgrími tölvupóst á netfangið hallgrimur@skogur.is eða hringið í 470-2012.

Mynd: Pétur Halldórsson