Ný alþjóðleg rannsókn bendir til þess að hjá flestum trjátegundum aukist vöxturinn eftir því sem þau eldast og þau haldi því áfram af fullum krafti að binda kolefni. Þetta kollvarpar þeirri almennu hugmynd að kolefnisbinding detti niður að mestu þegar tré hafa náð ákveðinni stærð og aldri.
Rúnar Ísleifsson skógverkfræðingur hefur verið ráðinn skógarvörður á Norðurlandi frá og með 1. apríl næstkomandi með aðsetur á Vöglum í Fnjóskadal. Fjórir sóttu um og af þeim var Rúnar metinn hæfastur. Rúnar tekur við starfinu af Sigurði Skúlasyni sem verið hefur skógarvörður á Vöglum frá 1987.
Útlit er fyrir að tvær kísilmálmverksmiðjur rísi á Íslandi á næstunni til viðbótar við verksmiðju Elkems á Grundartanga. Með þessu stóreykst notkun á viðarkurli í stóriðju hér á landi og í því gætu falist miklir möguleikar fyrir skógrækt á Íslandi.
Nýútkomin skýrsla Rúnars Ísleifssonar, skógræktarráðunautar Skógræktar ríkisins, um kurlkyndistöð í Grímsey er nú aðgengileg á vefnum.
Sigurður Ingi Friðleifsson, forstöðumaður Orkuseturs, var á línunni í Síðdegisútvarpi Rásar 2 mánudaginn 13. janúar. Rætt var við hann um nýútkomna skýrslu Skógræktar ríkisins um hagkvæmni kurlkyndingar fyrir byggðina í Grímsey.