Forstöðumaður Orkuseturs í viðtali í Síðdegisútvarpinu

Sigurður Ingi Friðleifsson, forstöðumaður Orkuseturs, var á línunni í Síðdegisútvarpi Rásar 2 mánudaginn 13. janúar. Rætt var við hann um nýútkomna skýrslu Skógræktar ríkisins um hagkvæmni kurlkyndingar fyrir byggðina í Grímsey. Farið var yfir á hversu margan hátt fjarvarmaveita með kurlkyndistöð væri góður kostur, ekki aðeins fyrir Grímseyinga heldur landsmenn alla því slíkt myndi draga úr útgjöldum ríkisins til niðurgreiðslna á orkukostnaði, draga úr gjaldeyristapi og mengun vegna olíubrennslu og margt fleira. 

Smellið hér til að hlusta á viðtalið.