Jónas Haraldsson ritstjóri skrifar um skógrækt í leiðara Fréttatímans í dag, 10. janúar 2013, og tilefnið er bókin Skógarauðlindin sem kom út í haust.
Valdimar Reynisson, skógarvörður á Vesturlandi, var í viðtali hjá Haraldi Bjarnasyni í þættinum Vafrað um Vesturland á sjónvarpsstöðinni ÍNN 6. janúar. Þar sagðist hann meðal annars geta útvegað borðvið í stærðum sem ekki fást í byggingavöruverslunum.
Bæjarblaðið Vikudagur á Akureyri birtir í dag, 9. janúar, grein um nýja skýrslu Skógræktar ríkisins á því hvort hagkvæmt væri að kynda upp byggðina í Grímsey með viðarkögglum eða kurli.
Fyrrverandi starfsmaður hjá skógarverðinum á Vesturlandi hefur sent frá sér skemmtilegt myndband þar sem sjá má þegar tré eru felld og þau unnin í borðvið. Timbrið var notað í brúargerð í þjóðgarðinum á Þingvöllum.
Ráðstefnan Landsýn – vísindaþing landbúnaðarins verður á Hvanneyri 7. mars 2014. Þar verður meðal annars málstofa um skógrækt á rofnu landi.